Quantcast
Channel: Púlsþjálfun » Helgi Þór
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10

Patellofemoral pain syndrome og tengsl við fráfærsluvöðva mjaðmar

$
0
0

Patellofemoral pain syndrome má skilgreina sem verk sem á upptök sín undir hnéskel og er orsakaður af mekanískum og lífefnafræðilegum breytingum í patellofemoral liðnum. Einstaklingar með PFPS lýsa verk framanvert á hné sem helst oft í hendur við athafnir og þá sérstaklega að ganga niður stiga eða brekkur. Einnig getur löng seta haft áhrif og vakið upp einkenni.

Hnéskelin rennur fram og til baka við beygju og réttu í hné í patellofemoral skorunni (e. patellofemoral groove) á femur. Fjölmargir kraftar verka á hnéskelina og sjá til þess að færsla hennar sé eðlileg. Á leið sinni hefur hún fjölmargar snertipunkta við undirlagið og er talið að síendurtekið þrýstiálag vegna óeðlilegar færslu og utanaðkomandi krafta valdi smám saman smá skemmdum sem framkalli verkjaframkallandi lífeðslifræðilegar breytingar (Dierks, Manal og Hamill, 2008).

//  Orsakir patellofemoral pain syndrome

Þrátt fyrir fjölda rannsókna er enn ágreiningur meðal fagaðila um endanlegar skýringar á orsökum og bestu meðferð við PFPS. Þó að ekki sé hægt að benda á eitt ákveðið atriði sem orsakavald eru flestir rannsakendur sammála um að orsakaþættir séu margir. Má þar nefna aukið Q-angle, stífleiki í IT bandi, stífleiki og veikleiki í quadricep, aukið valgus horn hnés í göngu og hlaupum, óeðlileg færsla á hnéskel, neuromusuclar vanvirkni í quadricep milli höfða og veikleiki í mjaðmagrindarvöðvum sem þætti sem allir geti haft áhrif(Waryasz og McDermott, 2008).

Til eru nokkrar nýlegar rannsóknir sem skoða fyrrgreinda áhættuþætti nánar en af rannsóknum þar sem notast er við vöðvarafrit má nefna margar rannsóknir á tímasetningu og virkni vastus medialis s.b. við vastus lateralis í quadricep og tengslum þeirrar virkni við PFPS. Niðurstöður benda til þess að seinkun á virkjun á vastus medialis hafi tengsl við PFPS (Cowan og Bennel, 2001)

// Mjaðmarvöðvar og patellofemoral pain syndrome

Margir höfundar hafa ályktað að einn af megin orsakaþáttum í patellofemoral pain syndrome séeinmitt veikir fráfærsluvöðvar mjaðmar og hafa bæði afturskyggnar samanburðarrannsóknir sýnt fram á slíkt hjá þeim sem þegar hafa PFPS auk þess sem íhlutunarrannsóknir með áherslu á styrkjandi meðferð fyrir gluteus medius hefur skilað árangri í meðhöndlun á PFPS (Ireland o.fl. 2003; Ryan o.fl. 2007).Fráfærsluvöðvar mjaðmareru taldir stjórna valgus horni hnés í stöðuþætti göngu og hlaups í frontal plani en Nagakawa og félagar sýndu árið 2012 fram á að aukið valgus horn sé áhættuþáttur fyrir að þróa með sér patellofemoral pain syndrome.

Sjá næstu síðu framhald…..


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10